Jú, auðvitað geturðu plantað þínum rassi fyrir 80 þúsund krónur á sólstól á Mallorca eða Kanarí. En fyrir þá sem þykir það fyrir neðan hellur gæti vikudvöl á hinni hreint ágætu grísku eyju Kos breytt hefðbundinni haustferð í eitthvað dásamlegt.

Lúxus? Já. Allt innifalið? Já. Grískur andi? Já.
Lúxus? Já. Allt innifalið? Já. Grískur andi? Já.

Ferðamiðillinn Secret Escapes er nú að selja ferðir frá Gatwick í Englandi í viku á Kos fyrir svo lítið sem 96 þúsund krónur MEÐ ÖLLU INNIFÖLDU.

Ekkert miður við það. Hins vegar þurfum við að skjótast til Gatwick til að komast og það kostar skilding. Góðu heilli er nú rífandi samkeppni þangað frá Keflavík og við komumst auðveldlega fram og aftur vel undir 25 þúsund krónum með tösku meðferðis.

Sem aftur merkir að sjö daga lúxuspakki á Kos í september eða október kostar íslensk hjón svona kringum 220 þúsund krónur eða svo.

Sem er sallafínt í okkar bókum 🙂

Meira hér.