Það var sannarlega tími til kominn. Hin breska neytendastofa, Competition and Markets Authority, er farin að rannsaka það sem Fararheill hefur bent hinni íslensku Neytendastofu á að rannsaka um áraraðir án árangurs: hótelbókunarsíður.

Booking.com til rannsóknar hjá hinni bresku neytendastofu. Gott mál.

Á vef okkar má leita að og finna tug greina þar sem við vörum við hinum og þessum hótelbókunarsíðum og þar á meðal nokkrum vinsælustu bókunarsíðum veraldar. Það er nefninlega auðvelt að sjá ýmislegt undarlegt á seyði þegar fólk liggur yfir bókunarsíðum 24/7 😉

Ekki vaknaði hin íslenska Neytendastofa við nein skeyti frá okkur. Enda vinnur sú stofnun ekki mikið almennt svo það var alltaf borin von. En góðu heilli er vakandi fólk hjá bresku neytendastofunni samkvæmt BBC.

Þar er nú hafin rannsókn, og þar sérstaklega á viðskiptaháttum Expedia, Trivago og Booking varðandi hótelbókanir, loforð, verðlag og ekki síst smáa letrið í viðskiptasamningum þessara aðila. Dæmin um hversu margt stenst enga skoðun eru einfaldlega orðin of mörg til að líta framhjá plús það að enginn aðili heimtar jafn háa þóknun og þessir aðilar.

Þetta frábært mál. Ótrúlega margir bókunaraðilar lofa og lofa og lofa eins og Kristján Möller á sterum en líkt og íslenskir pólitíkusar standa ekki við staf og hvað þá orð.

Í millitíðinni er ráð að kíkja á fjórfaldan heimsmeistara í hótelbókunum (samkvæmt World Travel Awards.) Hótelbókunarvél sem EKKI er til rannsóknar hjá Bretunum. Okkar hótelbókunarvél. Það er að segja ef þú vilt spara þér drjúgan seðil 🙂