Tvisvar sinnum árlega blása veitingahúsaeigendur í New York í lúðra og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í svokallaðri veitingahúsaviku. Sem reyndar er ekki vika heldur tvær og stundum þrjár.

Yfir 300 veitingastaðir bjóða næstu vikur fast lágt verð til handa öllum sem vilja.
Yfir 300 veitingastaðir bjóða næstu vikur fast lágt verð til handa öllum sem vilja.

Það sem gerir þessar vikur fýsilegar fyrir þá sem eru á ferð í borginni er að þennan tíma bjóða yfir 300 veitingahús, mörg hver af þeim bestu í borginni, upp á mat á öllu lægra verði en gengur og gerist þess utan. Hægt er að fá sér þríréttað í hádeginu á þeim stöðum er þátt taka fyrir 3.800 krónur og þríréttað í kvöldmat fyrir 4.900 krónur. Sem er brandari þegar New York á í hlut.

Hafa skal í huga að ekki öll veitingahúsin bjóða bæði hádegis- og kvöldverð á þessu fasta verði. Sum þeirra bjóða aðeins annað hvort og ágætt að kanna það með fyrirvara.

Það er æði frábært verð á mat á góðum og mjög góðum veitingastöðum og tilvalið að bjóða elskunni, elskhuganum, makanum eða vinum og vandamönnum upp á bita án þess að maxa kortið.

Og hvaða staðir nákvæmlega bjóða upp á tilboðið. Það má sjá í heild sinni á hinum opinbera nycgo.com hér.

Bon appetit.