Óvitlaust er að seilast í veskið og rífa upp kort ef ljúfur vikutúr á einni ljúfustu eyju Miðjarðarhafsins og á lágmarksverði í þokkabót er eitthvað sem þú gætir hugsað þér og það strax í maí eða júní.

Lífið gengur sinn vanagang á Sardiníu og ætli það smitist ekki yfir á ferðamenn hér. Mynd Massmo Relsig
Lífið gengur sinn vanagang á Sardiníu og ætli það smitist ekki yfir á ferðamenn hér. Mynd Massmo Relsig

Ferðavefurinn Secret Escapes er þessa stundina og næstu þrjá sólarhringa að bjóða ferðapakka frá Englandi til ítölsku eyjarinnar Sardiníu á nokkrum dagsetningum í maí og júní á rúmlega 40 prósenta afslætti. Sem merkir að túrinn fyrir þig og makann frá Íslandi þarf ekki að kosta meira en 280 þúsund krónur eða svo.

Það er grjóthart verð á góðri ferð en með þeim fyrirvara þó að fólk þarf sjálft að koma sér til Englands og aftur heim að ferð lokinni. Leit Fararheill á vefum easyJet og Wow Air leiðir í ljós að einstaklingur kemst fram og aftur fyrir um 30 þúsund eða svo án farangurs eða 60 þúsund á parið. Tilboð Secret Escapes kostar 220 þúsund og því alls 280.

Innifalið er flug til Cagliari og gisting með hálfu fæði á fjögurra stjörnu hóteli við sjávarsíðu plús ein ókeypis meðferð í heilsulind hótelsins fyrir báða aðila. Í ofanálag einir átta veitingastaðir í næsta nágrenni.

Sem sagt, auðvelt að njóta lífsins aðeins. Meira um þetta hér.