Fjögur hundruð ár eru nú síðan höfuðskáld Breta, William Shakespeare, féll frá og þeim áfanga fagnað víða í Bretaveldi á næstunni. Ferðamenn í London njóta góðs af.

Sigling um Thames fín leið til að sjá London og ekki verra að fá snefil af Shakespeare í leiðinni.
Sigling um Thames fín leið til að sjá London og ekki verra að fá snefil af Shakespeare í leiðinni.

Ferjufyrirtækið City Cruises sem býður siglingar um Thames ánna ætlar að bæta um betur þetta sumarið. Í viðbót við hefðbundnar siglingar ætlar fyrirtækið að bjóða upp á sérstakar Shakespeare siglingar.

Það mun vera hefðbundinn túr um Thames og lystisemdir London með þeirri nýbreytni að leikarar sinna leiðsögn að hluta til með leikrænum tilþrifum og sérstaklega er stöðum tengdum Shakespeare gamla gert hátt undir höfði. Ekki síst að förin hefst frá Bankside þar sem hið fræga hringleikahús, Globe Theater, stendur. Þann stað verða allir að skoða sem til London koma.

Þessir túrar gera skemmtilega siglingu enn skemmtilegri og sjálfsagt að smella sér með ef leiðin liggur til London á næstunni. City Cruises hér.