Nú er vandi á höndum. Styttist í páskafríið, þráin eftir smá sól á kropp yfirgnæfandi en velflestar páskaferðir löngu uppseldar.

Nýjasta skip P&O skipafélagsins er svo nýtt að það eru varla til af því alvöru myndir. Skjaskot
Nýjasta skip P&O skipafélagsins er svo nýtt að það eru varla til af því alvöru myndir. Skjaskot

Við slíkar aðstæður er ágætt að muna máltækið „þegar neyðin er stærst….“ Þú gætir jú alltaf komist í svo safaríka páskasiglingu að við hér á ritstjórn höfum slefað í allan morgun.

Þann 28. mars næstkomandi siglir frá Southampton í Englandi glænýtt lúxusskip P&O skipafélagsins í sína fyrstu fjórtán daga jómfrúarferð og það er jómfrúarferð með stæl og glamúr ef þú spyrð okkur.

Ekki aðeins er skipið svo glænýtt að enn finnast ekki góðar myndir af því á netinu heldur er þjónusta og aðbúnaður um borð líka fyrsta flokks. Samkeppnin í bransanum er slík að ekkert skip er sett á flot nema veita það allra besta í öllu frá A til Ö.

En skipið sjálft er aukaatriði. Það er leiðin sem gerir þetta að hreint frábærri leið til að eyða einum páskum eða svo þó afar hætt sé við að páskanir fljóti hraðar hjá um borð.

Frá Southampton tekur við þriggja daga sigling þráðbeint til hinnar stórgóðu eyju Madeira. Daginn eftir haldið til Tenerife og degi síðar er stoppað á Kanarí. Þriðja Kanaríeyjan, Lanzarote, tekur svo við áður en skipið heldur suðaustur til strandbæjarins Agadir í Marokkó. Degi síðar siglt aftur út höfn og nú fer dagur á siglingu áður en stoppað er í Cadiz á Spáni. Sólarhring síðar er förinni heitið til Lissabon höfuðborgar Portúgal áður en siglt er upp með allri strönd landsins til Vigo á Spáni. Það er lokastoppið áður en haldið er aftur til Southampton.

Á öllum stöðum gefst kostur að fara í land og annaðhvort dúlla sér á eigin spýtur eða taka sérstaka túra. Sé ekki nenna fyrir því má alltaf negla sólbekk á efsta þilfari og panta Sex on the Deck.

Fargjaldið í innri klefa í túrinn er 238 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman frá Englandi eða 277 þúsund á mann í klefa með svölum. Plús flug frá Íslandi og heim aftur sem fæst yfirleitt kringum 25 til 35 þúsund á mann. Heildarkostnaður á par eða hjón í innri klefa því kringum 536 þúsund alls. Sem er fjarri því hræðilegt verð

Nánar hér.