Seint virðast innlendar ferðaskrifstofur ætla að bjóða okkur hér upp á ferðir til Króatíu. Lítið sem ekkert er um ferðir þangað samkvæmt bæklingum ferðaskrifstofanna þó fáir áfangastaðir séu vinsælli hjá frændum vorum í Skandinavíu.

Líkt og aðrar borgir Króatíu er Zadar ekki af verri endanum.
Líkt og aðrar borgir Króatíu er Zadar ekki af verri endanum.

Við vitum af áhuga margra á túr um þetta fallega land og því þjóðráð að láta vita af ágætu tilboði á vef Secret Escapes þessa stundina. Þar fimm stjörnu dvöl með hálfu fæði í tíu daga í strandborginni Zadar í apríl niður í 275 þúsund krónur fyrir parið frá Bretlandi.

Bætum þar við 50 þúsund krónur til og frá Íslandi til London fyrir sama par og þá erum við komin með ágæta Króatíuferð fyrir 320 þúsund kall eða um 160 þúsund á haus.

Margt verra en það í þessum heimi og fimmtán til átján gráðu meðahitinn hér í apríl ekkert til að kvarta yfir. Meira hér.