Apríl. Tvær vikur. Þrír staðir. Lágmarksverð. Jamm, æði margt verra en gefa sjálfum sér góða aprílgjöf þetta árið og smella sér í hreint æðislega ferð um Tæland á töluvert lægra verði en þú átt að venjast.

Hið stórkostlega hvíta hof Wat Runkhon er meðal þess sem finna má í Chiang Rai. Mynd Ol Pete
Hið stórkostlega hvíta hof Wat Runkhon er meðal þess sem finna má í Chiang Rai. Mynd Ol Pete

Bangkok, Chiang Rai og Phuket heita staðirnir sem eru hluti af ferð sem er í boði þessa stundina frá Englandi til Tælands en sá túr tekur fjórtán daga alls og fimm stjörnu pakki hvern einasta dag. Verðmiðinn á haus 340 þúsund krónur að meðtöldu 60 þúsund króna flugfargjaldi til og frá Íslandi. Alls túrinn þannig 680 þúsund krónur plús klink til eða frá.

Æði margt verra í heiminum en það en til samanburðar nægir að geta þess að þetta er svona aðeins dýrara en tveggja vikna ferð fyrir einn með flestum innlendum aðilum gegnum tíðina.

Um að gera að kíkja á þetta ef ferðaþorsti er að fara með þig. Svo má hér finna smáræði um Bangkok svona ef fólk vill fara vopnað upplýsingum á staðinn.