Það er hart í ári hjá mörgum Íslendingnum og sífellt flóknara að lyfta sér upp og njóta lífsins í stað þess að berjast við að draga fram lífið. En hér er eitt ferðatilboð sem gæti komið þér og þínum í sérdeilis ljómandi góða borgarferð næstu mánuði án þess að selja börnin á uppboði. 

Búpapest er engu minna heillandi að vetrarlagi en yfir sumartímann. Mynd Kopfer
Búpapest er engu minna heillandi að vetrarlagi en yfir sumartímann. Mynd Kopfer

Við höfum verið að benda ykkur á að tilboðin sem grípa má víða í Evrópu nú næstu mánuðina eru mörg hver stórkostleg hafi fólk vilja og eða getu til að gera hlutina sjálf. Lágannatími þýðir ekki að ferðaskrifstofur leggi árar í bát heldur þvert á móti. Margir bjóða bara betur en venjulega.

Það er til dæmist komist í janúar og fram í mars á tilteknum dagsetningum til hinnar fögru borgar Búdapest frá London með gistingu á fínu hóteli miðsvæðis með bónuspakka fyrir svo lítið sem 27 þúsund krónur á mann eða 54 þúsund samtals á hjón eða par.

Það er alveg nógu gott að okkar mati en hér er líka meðfylgjandi bónuspakki sem þýðir að fólk fær betri og stærri herbergi á hótelinu með ókeypis mínibar heldur og einar fjórar skoðunarferðir um Búdapest fólki að kostnaðarlausu. Sem sagt eðagott tilboð.

Sem fyrr verðum við að koma okkur til London og Stansted nánar tiltekið og heim aftur frá London. Enn eru til fargjöld þangað niður í 24 þúsund krónur fram og aftur á umræddum tíma. Náist að púsla það saman er þessi fína Búdapestferð ykkar fyrir alls 102 þúsund krónur.

Ef þú ætlar að kvarta undan því máttu bara eiga þig 😉

Tilboðið hér og hér vegvísir okkar um þessa ágætu borg.