Allmargir hafa bölvað því reglulega í okkar eyru hversu dýrt sé yfirleitt að komast héðan af klakanum og til Barcelona á Spáni.

Lyon svíkur engan og þangað stundum komist á mun lægra verði en til Barcelona. Mynd yosD7000
Lyon svíkur engan og þangað stundum komist á mun lægra verði en til Barcelona. Mynd yosD7000

Það má oft til sanns vegar færa og ferðir þangað oft á tíðum hátt í tvöfalt dýrari en flug til Alicante sem þó er lengra.

Þessa stundina þarf sá sem ætlar með Icelandair til Barcelona og heim aftur seinnihluta ágúst eða byrjun september að greiða að lágmarki 64 þúsund krónur þó fargjöld yfir hundrað þúsund krónur séu oftar raunin. Svipaða sögu að segja af Wow Air. Flug fram og aftur þann tíma kostar vart undir 50 til 60 þúsund krónum. Þá finnst ekkert undir 40 þúsund hjá hinu spænska Vueling heldur.

En hvers vegna ekki að slá tvær flugur í einu höggi sé ferðinni heitið til Barcelona og jafnvel spara skilding í leiðinni?

Þó Fararheill hafi fjallað um áður virðast fáir vita af því að hinu frægu frönsku hraðlestir, TGV, komast nú loks alla leiðina til Barcelona á Spáni á fullu spítti. Merkilegt nokk þó lestarkerfi bæði Frakklands og Spánar séu fyrsta flokks var það aðeins um síðustu áramót sem hraðlestarspor milli landanna tveggja voru tilbúin til notkunar.

Þetta þýðir að hægt er að taka hraðlest frá París alla leiðina til Barcelona sem er notalegur túr eða, og það ástæða þessarar greinar, að fljúga með Wow Air til Lyon í Frakklandi, skoða þá spennandi borg áður en stigið er um borð í lest til Barcelona. Túrinn á milli tekur aðeins fimm tíma nú og miðaverð á almenningsfarrými kostar aðeins um sjö þúsund krónur hvora leið. Og almenningsfarrými í nútímalestum eru fjarri því slæm heldur skrambi notaleg.

Kannski seint í rass gripið þar sem Wow Air flýgur aðeins til Lyon fram í byrjun september en ekki er annað vitað, og vonað af okkar hálfu, en það flug verði áfram á dagskránni næsta sumar.