Dabbadona! Hluthafar Icelandair samþykktu EINRÓMA þennan daginn að TAPA 85% þeirra tugmilljarða króna sem þeir hafa lagt fyrirtækinu til á undanförnum árum.

Hörmungarrekstur ár eftir ár en enginn gerir athugasemdir. Mynd Icelandair

Flugfélagið Icelandair sem kunnugt er verið á barmi gjaldþrots þessa síðustu og verstu og þá fyrst og fremst fyrir almennan fávitahátt stjórnenda síðustu árin. Eða hvaða flugfélag sýnir endalaust tap ár eftir ár á algjörum gullæðistíma í íslenskri ferðaþjónustu?

Samkvæmt fregnum fjölmiðla voru allir hluthafar súpersáttir með að þynna hlut sinn um 85 prósent eða svo gegn því að flugfélagið bjargaði sér hugsanlega með 30 milljarða króna hlutafjárútboði í byrjun júní.

Ók.

Hluthafar, þar á meðal stórir íslenskir lífeyrissjóðir með næstum helming hlutafjár, vilja skiljanlega fá eitthvað frekar en ekkert. Ekkert hefði verið líkleg niðurstaða ef hluthafarnir hefðu hafnað hlutafjáraukingu því þá hefði Icelandair farið í sögubækur með Sanitas, Hafskipum, Miklagarði og Wow Air sem gjaldþrota drasl.

Það er eitt að sætta sig við að feita þynningu á kostnað almennings en allt annað að gera engar kröfur um eitt né neitt til batnaðar. Samkvæmt fjölmiðlum gerði ENGINN aðili athugasemd við að horfa á eftir milljörðum króna sísona. Þar á meðal lífeyrissjóðirnir sem áttu tæplega helming í Icelandair. Þú veist, þessir aðilar sem borga okkur eftirlaun þegar við öll erum orðin þreytt og farlama á sjötugsaldri. Þeir samþykktu tillögu Icelandair athugasemdalaust sem gæti þýtt að eftirlaunin þín verða aðeins klink og kanill á mánuði í framtíðinni.

Það aftur merkir að sama liðið og hefur brotlent rekstri Icelandair á fimm mínútum sléttum við kórónavírus fær aftur tækifæri til að gera í brækur á kostnað almennings. Handónýtur forstjórinn heldur djobbinu og áfram með rúmar þrjár millur á mánuði. Handónýtur stjórnarformaðurinn heldur djobbinu og þiggur áfram hálfa milljón fyrir 20 mínútna kvöldfund á mánuði.

Sem sagt; engar breytingar til batnaðar. Bara já og amen hjá lífeyrissjóðum landsmanna. Hvers yfirmenn gjalda þess aldrei nokkurn tímann að hafa gert í brók aftur og ítrekað.

Skammist ykkar!