Það er vissulega ekki hægt að upplifa að fylgjast með fornum stórskáldum Grikkja stíga á stokk undir beru lofti í grísku hringleikahúsi og skemmta löndum sínum með kviðum, sögum og leik. En það er sannarlega hægt að njóta leik- og danslistar nútímans við slíkar aðstæður.

Hringleikhúsið Epidaurus er miðpunktur leik- og danslistahátíðar júní og júlí ár hvert
Hringleikhúsið Epidaurus er miðpunktur leik- og danslistahátíðar júní og júlí ár hvert

Þá skal förinni heitið til Pelópsskaga á Grikklandi, sama skaga og Spartverjar byggðu upp tímabundið veldi sitt á sínum tíma. Hér, í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá Aþenu, fer árlega fram heljarmikil leik- og danshátíð, Epidaurus hátíðin, í fornu grísku hringleikahúsi sem enn þann dag í dag þykir hafa hljómburð sem engan á sinn líka. Hringleikhúsið atarna líka á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna ef einhver er efins.

Hátíðin dregur nafn sitt af hringleikahúsinu sem áður tilheyrði byggðinni Epidaurus en ummerki þeirrar borgar eru að öðru leyti horfin. Hringleikhúsið enn afar heillegt og það nýta sér árlega skipuleggjendur hátíðarinnar sem hefur lengi laðað að sér stórar stjörnur í leik-, tón- og danslist. Er þetta eitt af örfáum hringleikahúsum heims þar sem enn þann dag í dag eru settar upp viðamiklar sýningar fyrir áhorfendur.

Stendur hátíð þessi yfir í júní, júlí og ágúst og eru þá sýnd fjölmörg mismunandi verk bæði á föstudögum og laugardögum í Epidaurus eins og sjá má á dagskrá hátíðarinnar. Efist einhver um hversu mikill heiður þykir að koma þarna fram ætti að nægja að nefna að síðustu árin hafa hér stigið á stokk stjörnur á borð við Helen Mirren og Kevin Spacey svo aðeins tvær séu nefndar.

Til Epidaurus eru um 130 kílómetrar frá Aþenu og tekur það áætlunarbíla tæpar tvær stundir að rúnta þann veg. Töluvert er af gistingu í nágrenninu eins og sjá má á hótelvef okkar hér að neðan×