Þeir kalla þetta leiftursölu hjá lággjaldaflugfélaginu Ryanair sem þýðir að næsta sólarhring er hægt að bóka flug með þeim írsku á 20 prósent lægra verði en venjulega. Og þar sem fargjöld þeirra eru oftar en ekki mun lægri en fylgi Framsóknarflokksins er hægt að gera fantagóð kaup.

Tuttugu prósenta afsláttur af öllum fargjöldum Ryanair næsta sólarhring
Tuttugu prósenta afsláttur af öllum fargjöldum Ryanair næsta sólarhring

Með fantagóðum kaupum meinum við flug aðra leið frá Írlandi til ýmissa evrópskra borga allt niður í 16 evrur eða svo. Það miðað við gengi dagsins eru heilar 2.300 krónur tæpar.

Fátt amalegt við skottúr til Evrópu undir fimm þúsund krónur fram og aftur en auðvitað þurfum við að koma okkur til Írlands eða Bretlands þaðan sem Ryanair flýgur. Það bætir ofan á pakkann en samt sem áður ástæða til að skoða málið.

Meira hér.