Flestir Íslendingar hafa um langan tíma vitað af tilurð Lególands í Billund í Danmörku enda sá skemmtigarður orðinn rúmlega fertugur og vart kom út tímaritið Æskan í denn tíð án þess að fjallað væri um þetta þá fjarlæga undraland Dananna.

Auðvitað er Las Vegas að finna í Lególandi Kaliforníubúa. Mynd smilepak
Auðvitað er Las Vegas að finna í Lególandi Kaliforníubúa. Mynd smilepak

Síðan hafa liðið mörg ár og þúsundir Íslendingar heimsótt smábæinn Billund til þess eins að heimsækja ævintýragarðinn. Fáir komið fúlir þaðan aftur.

Færri vita hins vegar að til eru fjórir slíkir garðar sem kenndir eru við Lego og bygging þriggja í viðbót á lokastigi. Þó garðurinn í Billund sé stærstur enn sem komið er eru hinir ekki mikið síðri og um að gera að grípa börnin einn dag eða svo sé fólk í grenndinni.

Þeir eru:

Lególand í Flórída er orðið að veruleika en það er staðsett í Winter Haven í um 45 mínútna fjarlægð frá Orlando.

♥ Lególand Kaliforníu finnst í bænum Carlsbad í San Díegó sýslu. Var það lengi vel eini slíki garðurinn utan Evrópu.

♥ Lególand Billund er sem fyrr segir elstur og stærstur.

♥ Lególand í Þýskalandi finnst í annars óþekktum bæ í Bavaríufylki sem heitir Günzburg. Sá þeirra nýjastur í Evrópu en hann opnaði formlega árið 2002.

♥ Lególand Windsor er staðsettur örskammt frá Heathrow flugvelli en þessi er vinsælastur garða Legó og var fimmtándi vinsælasti ævintýragarður í Evrópu á síðasta ári.

Lególand Malasíu er einnig opið áhugasömum á þeim slóðum. Þetta er tæknilega fullkomnasti garður Legó og sá eini í Asíu allri enn sem komið er.

Lególand Dúbaí er nýjasti leikjagarður danska fyrirtækisins og ekki síður vinsæll en hinir sem eldri eru.