Eins og við höfum ítrekað bent á hér áður er sennilega einfaldasta leiðin til að komast í gott sumarfrí án þess að greiða of mikið fyrir að drífa sig út eigi síðar en um miðjan júní. Eins og eftirfarandi ferðatilboð ber með sér.

Júnísólin á Kanaríeyjum er alla jafna mun ódýrari að njóta en síðar. Mynd jbarcena
Júnísólin á Kanaríeyjum er alla jafna mun ódýrari að njóta en síðar. Mynd jbarcena

Ferðamiðillinn Travelbird er nú að bjóða frá London vikuferðir til Lanzarote á fínu hóteli og allt innifalið fyrir svo lítið sem 65 þúsund krónur plús tíu þúsund eða svo ef farangur er með í för.

Þetta gildir um ferðir í lok maí og fram í miðjan júní og leit á vefum flugfélaga leiðir í ljós að til London og heim aftur finnst flug á mann báðar leiðir niður í 35 þúsund krónur þennan tíma.

Plúsum þetta tvennt saman og þá erum við komin með vikuferð til Lanzarote með öllu á kjörtíma fyrir samtals kringum 200 þúsund krónur á parið plús klink til eða frá.

Þetta er svo ódýrt að þú hefur efni á að fara bara aftur í sólina með haustinu og sleppur alfarið við 30 til 50 prósenta álagningu á öllu yfir háannatíma í júlí og ágúst. Til samanburðar kostar sama ferð um miðjan júlí með sömu kjörum um 160 þúsund krónur á mann eða vel yfir 300 þúsund samtals. Það eru peningar út um gluggann ef þú spyrð okkur.

Tilboðið hér.