Íslendingar vilja njóta 20 til 25 stiga hita á ferðalögum sínum erlendis. Margir kjósa þó helst að hafa hitann örlítið hærri en það.

Langflestir vilja komast í góðan hiti þegar ferðast er erlendis. Mynd Manuel M.Almeida
Langflestir vilja komast í góðan hiti þegar ferðast er erlendis. Mynd Manuel M.Almeida

Fararheill leitaði álits á því hjá lesendum sínum hvaða hitastig væri ákjósanlegt á ferðalögum erlendis og svöruðu 792 þeirri spurningu.

Gefin voru fjögur hugsanleg svör; 15 til 20 stig, 20 til 25 stig, 25 til 30 stig og yfir 30 stig.

Skemmst er frá að segja að 42 prósent svarenda kusu 20 til 25 stig á ferðalögum erlendis.

Örlitlu færri, 39 prósent, vildu hafa hitann milli 25 og 30 stig en aðeins sex prósent svarenda kusu helst að hitastigið væri yfir 30 stig. Þrettán prósent vildu hins vegar ekki upplifa meiri hita en 15 til 20 stig á ferðalögum sínum erlendis.