Villt kynlíf á alla jafna ekki upp á pallborðið hjá íhaldssömum og trúarheitum Ítölum. Allra síst í miðaldaþorpum og bæjum þar sem meðalaldur íbúa er oftar en ekki hærri en greindarvísitala sumra fyrrum þingmanna Íslands.

Komið, njótið ásta og ef allt gengur upp níu mánuðum síðar fæst gisitng í Assisí endurgreidd. Skjáskot
Komið, njótið ásta og ef allt gengur upp níu mánuðum síðar fæst gisting í Assisí endurgreidd. Skjáskot

Þetta má sannarlega heimfæra á hinn velþekkta bæ Assisí sem heimsþekktur er sem fæðingabær heilags Frans sem kom á fót samnefndri munkareglu. Hér heimamenn vel að sér í fræðunum og tigna margir Frans af ástríðu enn þann dag í dag.

En nú hafa bæjaryfirvöld gert samkomulag við nokkur hótel og gististaði í borginni og nágrenni þess efnis að hvetja gesti sem mest til kynlífs með það í huga að fjölga barneignum í landinu.

Verkefnið kalla þeir Fertility Room og er ekki aðeins beint að Ítölum sem hér dvelja heldur ekki síður erlendu ferðafólki. Ástæða þess hve skilaboðin eru beinskeytt og líkast til ögrandi fyrir stóran hluta þjóðarinnar er hve illa gengur að fá Ítali til að eignast börn. Fæðingartíðni í landinu langt undir því sem þörf er á og til marks um það fæddust færri börn í landinu árið 2015 en þar hafa fæðst síðan 1861 að því er fram kemur í Assisinews.

Gulrótin við þetta fyrir Ítalíufara sú að geti fólk sannað að barn eða börn hafi komið undir meðan á dvöl í Assisí stóð fæst gistingin að fullu endurgreidd.

Kannski hugmynd fyrir einhvern þarna úti…