Við hér ekki 100% ánægð með lággjaldaflugfélagið Wizz Air. Sú skoðun breytir ekki því að Wizz Air er meðal örfárra flugfélaga í heiminum sem áttu peninga í bankanum þegar frú kóróna bankaði upp á. Sem þýðir að flugfélagið er í algjörri kjörstöðu til að sölsa undir sig nýja markaði nú þegar flestum flugfélögum blæðir hraðar út en mannorði Svandísar Svavarsdóttur.

Ólíkt illa reknu batteríi á borð við Icelandair er Wizz Air með Pálma Haraldsson í höndum.

Fyrst aðeins um mínusana. Wizz Air er ekki staðsett í Ungverjalandi fyrir ekki neitt. Þar í landi eru meðallaunin 170 þúsund krónur eða svo og voru nokkuð lægri en það þegar Wizz Air tók fyrst til starfa. Sem merkir að strax þar er flugfélagið komið með ágætt samkeppnisforskot á helstu samkeppnisaðila sem greiða vestur-evrópsk laun.

Mínusinn við slíkt uppátæki er auðvitað að setja pressu á flugfélög sem staðsett eru á Íslandi, Ítalíu eða Finnlandi og þurfa að greiða að lágmarki helmingi hærri meðallaun en hægt er í Ungverjalandi. Það merkir vissulega lægri flugfargjöld en til lengri tíma litið þrýstir þetta niður launum fólks annars staðar. Eins og raunin hefur orðið með Icelandair sem þykir nú illa samkeppnisfært að stórum hluta vegna launakostnaðar á klakanum. Með öðrum orðum; slæmt mál nema við viljum að meðallaun á Íslandinu góða verði ungversk.

Miðaldaborgin Lviv í Úkraínu þykir móðins þessa síðustu og verstu. Skjáskot

Plúsinn auðvitað sá að við hér, með há laun á evrópskan mælikvarða, hlæjum ennþá að fargjöldum Wizz Air. Eða hvað spritthaus hefur ekki efni á tíu þúsund króna túr til Póllands eða Lettlands eða átta þúsund kalli aðra leið til London? Skitið vöfflujárn í Elko kostar meira en það.

Hvað sem því líður þá hefur rekstur Wizz Air gengið vonum framar síðastliðin ár. Fyrirtækið með ágæta sjóði á bók ólíkt flestum öðrum flugfélögum og þess vegna er Wizz Air að breiða út vængina í miðjum kórónafaraldri. Flugfélagið var að tilkynna um FJÓRAR nýjar starfstöðvar í Mílanó á Ítalíu, Lviv í Úkraínu, Larnaca á Kýpur og í Tirana í Albaníu.

Með tilliti til að Wizz Air hefur staðið plikt sína mætavel gagnvart okkur Íslendingum gengum þykkt og þunnt má mögulega leiða að því líkum að okkur Frónbúum gefist kostur á beinu flugi til einhverra eða allra ofangreindra staða á næstu misserum og það á gjafverði líka. Enginn mínus við það 🙂