Nafnið Nyang´oma Kogelo er sennilega ekki á vörum margra Íslendinga en öðru máli gegnir um íbúa Kenía svo ekki sé minnst á milljónir í Bandaríkjunum. Kogelo er nefninlega fæðingarstaður föður Barack Obama forseta Bandaríkjanna og þar býr amma hans enn þann dag í dag.

Þúsundir heimsækja nú Kogelo
Þúsundir heimsækja nú Kogelo

Farsæld Barack Obama vestur í Bandaríkjunum hefur aldeilis sett þennan 17 þúsund manna bæ á kortið svo um munar.

Þarlend stjórnvöld hafa lagt í lagningu nýrra vega til svæðisins, lögreglustöð verið komið upp á staðnum og ekki þykir bæjarbúum verra að vera nánast eini staðurinn í vesturhluta Kenía með rafmagn.

Engum á að koma á óvart að amman á fullt í fangi með að skrifa eiginhandaráritanir.