Alla jafna er ís og klaki tiltölulega vandfenginn í hinni eldheitu Jerúsalem sem Ísraelsmenn kalla höfuðborg sína en enginn tekur undir. Nema núna þegar alþjóðleg íshátíðarsýning í borginni er að brjóta öll aðsóknarmet.

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja klakahátíðina sem vakið hefur þvílíka lukku meðal heimamanna og gesta að engu lagi er líkt og verður Ísborgin, City of Ice, eins og sýningin er nefnd áfram opin gestum út maí en upphaflega átti henni að ljúka í lok apríl.

Á sýningunni sem fer fram í gömlu járnbrautarstöð borgarinnar sýna kínverskir íslistamenn kúnstir sínar og hafa meðal annars byggt Jerúsalem til forna úr ís með afar nákvæmum hætti auk fjölda annarra skúlptúra sem heillað hafa alla upp úr skónum.

Ljómandi hugmynd að kíkja ef einhver finnur sig í borginni næsta mánuðinn.