Lengi vel hefur verið gagnrýnt hversu lítið margir íbúar stærri evrópskra borga kippa sér upp við þjófnaði og smáglæpi sem stundaðir eru sýknt og heilagt gagnvart ferðafólki.

Ímynd margra af Kínverjum er að þeir séu upp til hópa friðsamir og vingjarnlegir. En það getur breyst. Mynd Michael Goodine
Ímynd margra af Kínverjum er að þeir séu upp til hópa friðsamir og vingjarnlegir. En það getur breyst. Mynd Michael Goodine

Hægt væri að velja hvaða borg sem er og líkurnar meiri en minni að þar sé viðvarandi vandamál í miðborginni og ár og aldir liðið án þess að mikið sé að gert. Þvert á móti eiginlega því lögregla í Róm hefur íhugað að hætta að taka við kærum ferðamanna vegna þjófnaðar á götum úti. Þeir ráða einfaldlega ekki við fjöldann og eru þaðan af síður nógu fjölmennir til að vakta stræti og torg eins og þurfa þykir.

Margir ferðamenn gera sér grein fyrir þessu og jafnvel tilkynna aldrei um slíkt til lögreglu. Þeir vita sem er að veski, úr eða sími sem týnist eða er stolið í Róm, Berlín, Barcelona, London eða París mun aldrei koma í leitirnar.

En á stöðum í Kína er þessu aðeins öðruvísi farið. Þar var þjófnaður hvers konar til langs tíma litinn afar alvarlegum augum eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar reyna tveir aðilar að taka „Napolí“ á konu eina á markaði og hrifsa veski hennar á ferð. Eftirleikurinn er hreint makalaus og kannski til eftirbreytni.

Leave a Reply