Þeir síðustu verða fyrstir segir í frægri bók og það má einstöku sinnum til sanns vegar færa hér á jörð líka. Nú er hægt að bregða sér í alveg ágæta tveggja vikna siglingu strax í næsta mánuði og það á hálfvirði.

Karabísk sól í marsmánuði? Það er innan seilingar gott fólk. Mynd Andrea
Karabísk sól í marsmánuði? Það er innan seilingar gott fólk. Mynd Andrea

Tíminn vissulega skammur en brottför er þann 21. mars en þann dag er flogið frá London til Barbados í Karíbahafinu þar sem stigið er um borð í farþegaskipið Azura. Við tekur fjögurra daga sigling milli nokkurra af ljúfust eyjum hér um slóðir. Eyja á borð við St.Lucia, Antigua og St.Maarten og færi á að skjótast frá borði í öllum tilvikum. Að þeim túr loknum er svo stefnan tekin þrábeint yfir Atlantshafið til Azoreyja hinna portúgölsku þar sem áð er dagsstund áður en siglt er aftur af stað alla leið til Southampton í Englandi.

Tvær flugur í einu höggi með slíku ferðalagi. Annars vegar karabísk sól á kropp þó tímabundið sé og rómantískar stundir um borð í fullkomnu skemmtiferðaskipi. Auk þess brottför frá Englandi en þangað er komist héðan fram og aftur alla jafna fyrir um 60 þúsund krónur á haus.

Sökum þess hve stutt er til brottfarar er verið að sneiða vel af verðinu og nú geta áhugasamir smellt sér með fyrir svo lítið sem 150 þúsund krónur á mann í innriklefa. Alls því 220 þúsund krónur samtals frá Íslandi eða 440 þúsund á parið. Sem seint verður kallað dýrt fyrir tveggja vikna skemmtisiglingu.

Allt um þetta hér.