Fararheill hefur áður fjallað um að á Keflavíkurflugvelli eru menn almennt með allt niðrum sig. Það er staðfest af tveimur erlendum ferðamönnum sem skrifa um reynslu sína á fésbókinni fyrr í vikunni og telja Keflavíkuflugvöll vera á pari við þriðja heims flugvöll.

Við gefum þeim orðið:

„A horrible day at KEF yesterday! Icelandair flights and service are great, but the airport is as bad as any third world terminal. 6-7 full flights leaving between 16:00 to 17:30, with a couple of thousand people waiting and perhaps only 200 seats total on the lower concourse, filthy bathrooms with overflowing trash and Bistro Atlantic also overflowing with trash and few seats. Lots of elderly, children and frustrated travelevers sitting on the floors or standing for hours. No sign of caring for passanger safety or comfort. The terminal being under construction is no excuse, lots of terminals are able to make temporary accommodations, why not KEF? We were told it would be better „after the summer“, but I’d avoid FI and KEF til then. Very Disappointing.“

Það er fyrir neðan hellur að láta aldraða og pirraða farþega sitja á gólfinu krakkar mínir. Spurning um að skipta út þessum vel launuðu forsvarsmönnum flugvallarins og fá lið sem hefur skilning á orðinu þjónusta. Lítið mál og ódýrt að bæta við stólum fyrir þá milljón farþega sem von er á og þurfa vitaskuld að fara aftur.

Fararheill mælir með að forsvarsmenn heimsæki flugvöllinn í Dúbai til að fá hugmynd um hvernig allt á að virka svo allir séu mega-sáttir.