Enn einu sinni blæs Ragnheiður Elín Árnadóttir á siðareglur en ráðherrann er nú með fríðu föruneyti í boðsferð Icelandair til Chicago í Bandaríkjunum.

Alltaf gaman í boðsferðum Wow Air og Icelandair segja fróðir. Mynd KefAirport
Alltaf gaman í boðsferðum Wow Air og Icelandair segja fróðir. Mynd KefAirport

Vart líður nú vikur milli þess sem flugfélögin Wow Air og Icelandair hefji flug til nýrra áfangastaða í heiminum og ekki fæst betur séð en iðnaðar- og ferðamálaráðherra sé með í för í hvert einasta skipti sem það gerist. Slíkar ferðir yfirleitt tveir til þrír dagar í senn. Kannski skýrir að hluta til hvers vegna ráðherranum verður svo lítið úr verki að eftir er tekið og kannski ein ástæða þess að aðeins þrjú prósent treysta kerlu samkvæmt nýlegri skoðanakönnun.

Samkvæmt siðareglum ráðherra er óheimilt að þiggja boðsferðir af einkaaðilum nema opinberar embættisskyldur séu hluti af dagskrá ferðar. Ekki er staf að finna á vef ráðuneytis Ragnheiðar Elínar um ferðina til Chicago né hvaða skyldum hún gegnir þar.

Fyrir utan siðareglubrot ráðherrans þá verður líka að spyrja á því herrans ári 2016 hvaða mölbúaháttur sé að ráðherra fljúgi með í hvert sinn sem flugfélög feta nýjar slóðir. Nett eftirgrennslan hefur ekki leitt í ljós að ráðherrar annarra landa fylgi alltaf með í kaupum í jómfrúarflugi. Mögulega ástæða fyrir slíku 1989 þegar ár og öld leið milli nýrra áfangastaða. En varla í dag þegar áfangastaðir bætast við á fimm mínútna fresti.