Látum okkur nú sjá. Forseti Bandaríkjanna hefur móðgað Svía, Mexíkóa og Kínverja; gert lítið úr NATÓ og Evrópusambandinu, finnst ekkert að því að „þreifa“ á píkum kvenmanna sísona og hraunar yfir fatlað fólk án þess að blikka auga. Svo segir hann fjölmiðla lygamaskínur og meinar múslimum frá löndum þaðan sem engir hryðjuverkamenn koma aðgang að Bandaríkjunum.

Ferðaskrifstofan GB Ferðir vill endilega setja peninga í vasa kolklikkaðs milljarðamærings sem telur hlýnun jarðar djók og finnst besta mál að

Fjöldamótmæli gegn Trump ræflinum hafa nú farið fram í velflestum þeim löndum heims þar sem gagnrýn hugsun getur og má kvikna í kolli án barsmíða og eða einhvers þaðan af verra.

Hvers vegna íslenska ferðaskrifstofan GB ferðir heldur fast við sinn keip og auglýsir golfvelli Trumps lon og don skal ósagt látið. En það er kominn tími til að þeir hætti. Nema forráðamönnum þessarar ferðaskrifstofu þyki frábært mál að fylla vasa Donald Trumps af fleiri seðlum en hann á nú þegar.

Fararheill mælir með að golfaðdáendur, sem láta sig mannréttindi og velferð heimsins varða, láti veskin tala og hundsi 100 prósent allar ferðir GB ferða þangað til ferðaskrifstofan hættir að reyna að selja golfferðir á golfvelli Trumps í Skotlandi. Golfvelli sem í ofanálag hafa valdið miklum úlfaþyt meðal Skota sjálfra.

Enginn sem styrkir Donald Trump er heill í kollinum. Punktur!