Ef ekkert ýkja spennandi er á dagskránni hjá þér 18. til 25. október næstkomandi væri kannski ekki úr vegi að demba sér í eina húrrandi góða skemmtisiglingu.

Engin slordallur heldur sem þér er boðið upp á.
Engin slordallur heldur sem þér er boðið upp á.

Auðvitað værir þú alveg til í það hugsar þú en andvarpar svo stórum. Þið hjónin náið varla endum saman, yfirdráttur í bankanum og ekki nógu margar klukkustundir í sólarhringnum til að bæta við þig þriðja starfinu. Skemmtisigling verður að bíða betri tíma.

En hvað ef við segðum þér að siglingin atarna kostar þig ekki nema um hundrað þúsund krónur á mann miðað við tvo saman í innriklefa?

Hvaða grín er þetta hugsar þú. Sigling á flottu skemmtiferðaskipi í viku fyrir hundrað kall á mann!!! Endemis vitleysingar eru þetta hjá Fararheill. Best að aflæka þetta lið.

En bíddu. Leyfðu okkur að segja þér hvernig þú getur virkilega notið ljúfrar fyrsta flokks siglingar á topptíma fyrir eitt hundrað þúsund krónur plús klink til eða frá. Siglingu sem fer frá Southampton í Englandi áleiðis kringum Íberíuskagann, Portúgal og Spánn, áður en endað er í Barcelóna.

A) Hringir í hvelli í þjónustufulltrúa Cheap Cruises í Bandaríkjunum og pantar sjö nátta Íberíusiglinguna á ofangreindum tíma. Engar áhyggjur. Þú getur keypt ferðina þar þó Íslendingur sért. Ferðin hjá þeim í innriklefa kostar manninn 58 þúsund krónur á þessari stundu.

B) Eftir kaupin rúllar þú yfir á bókunarvefi Icelandair, Wow Air, easyJet eða British Airways og finnur lægsta verð á flugi til London degi fyrir brottför með skipinu frá Southampton. Ef þú vilt raunverulega spara læturðu tvær naríur, tvo boli og einar buxur duga og setur allt í handfarangur. Með slíku móti má fá flug fram og aftur niður í 25 þúsund krónur á mann.

C) Drífur þig yfir á vefi Ryanair, easyJet, Vueling, Norwegian eða annarra lággjaldaflugfélaga sem fljúga milli Barcelóna og London því það er í Barcelóna sem siglingin endar og græjar flug aðra leiðina. Ef þú ert ennþá bara með léttan handfarangur ætti það flug ekki að kosta þig meira en tíu til tólf þúsund krónur. Gætir líka flogið bara beint heim með Vueling ef því er að skipta en það kostar aðeins meira líklega. Á móti kemur að þá bókarðu aðeins flug út frá Íslandi.

D) Þú komin heim til Íslands og búin að fara þessa himnesku siglingu á einu glæsilegasta skipi sem siglir í Evrópu og þið hjónin greidduð fyrir um tvö hundruð þúsund alls plús klink til eða frá.

E) Svo er ekki síður sniðugt að henda sér inn á hótel í Barcelóna svona þrjár til fjórar aukanætur og njóta lífsins þar aðeins áður en flogið er heim 🙂

Jú, þetta er smá vesen og margir litlir hlutir þurfa að smella. Þá er ágætt að minnast hins ágæta Vincent van Gogh sem lét eftir sér hafa að mikla og góða hluti er aðeins hægt að gera með því að tengja allt þetta smáa.

Og svona ef þér finnst 58 þúsund krónur of mikið af því góða þá má láta þess getið að innifalið eru 100 dollarar (14.000 krónur) í eyðslufé um borð í skipinu.

Það verður að hringja til að bóka gegnum Cheap Cruises og þar hjálpar auðvitað töluvert að tala ensku. Einhver aukagjöld geta bæst við eins og þjórfé og slíkt en ekkert sem kostar neinar upphæðir.Hitt ætti að segja sig sjálft og auðvitað er enginn að bjóða lægra verð á hótelum svona ef þú ákveður að hanga aðeins lengur í Barcelóna eða London áður en októberkuldinn heima tekur á móti þér.×

Meira hér.