Það eru vissulega til vinsælli hátíðir en engar sem fram fara í miðri stórborg og trekkja hundruð þúsunda þegar best lætur. Notting Hill götuhátíðin í London var löngum alveg kostulegt að sækja og njóta en nú ber feitan skugga á allt klabbið.

Alvarlegir glæpir setja nú reglulega svip á skemmtilegar hátíðir í Bretlandi. Mynd Notting Hill Festival

Fararheill tók þátt í hátíðinni þetta árið og það í þriðja sinn frá upphafi. Hátíðin stóð alla helgina en fyrir þá sem ekki þekkja er Notting Hill sögð fjölmennasta götulistahátíð Evrópu og eitt standandi partí í stórum vesturhluta Lundúna og fer jafnan fram yfir svokallað bankafrí þeirra Breta, Bank Holiday, sem ólíkt Verslunamannahelginni íslensku, þýðir raunverulega frí fyrir bankafólk.

Tæknilega er aðeins um eina helgi plús mánudag að ræða en viðskiptafólk og drykkju- og skemmtifyrirtæki fyrir alllöngu búin að bæta við dögum fyrir og eftir, svona til að selja aðeins meira. Hver vill jú ekki halda góðupartíi áfram sem lengst?

Upphaflega átti með Notting Hill að fagna og njóta karabískrar menningar en sem kunnugt er þeim er heimsótt hafa London býr mikill fjöldi fólks frá Karíbahafinu í borginni og landinu. Þetta hefur líka tekið breytingum til hins verra þó enn sé hátíðin enn að nafninu til haldin til heiðurs karabískra þegna landsins. Hér hefur þó blandast inn í alls kyns uppákomur sem tengjast Karíbahafinu ekki nokkurn skapaðan hlut.

Það út af fyrir sig kannski enginn stór mínus enda tonn af uppákomum í boði yfir Notting Hill hátíðina, allt frá næstum alvöru kjötkveðjuhátíð til ljóðaupplesturs á ljótum knæpum og allt þar á milli. Nýliðin hátíð þar engin undantekning en hver kvartar yfir meiri fjölbreytni? Það ekkert vandamál. Verra með glæpina.

Glæpir hafa farið stigvaxandi almennt í Bretlandi frá því Thatcher hóf herferð gegn almennum launþegum á sínum tíma og því miður grípa misvitrir misyndisseggir tækifærið til að varpa skugga á þegar gleðin er sem mest og best í borginni.

Það ætti að segja áhugasömum allnokkuð að hvorki fleiri né færri en 28 lögreglumenn SÆRÐUST meðan á hátíðinni. Þrír einstaklingar voru sendir á sjúkrahús þegar óprúttinn sprautaði geymasýru yfir hóp fólks. Þá voru 58 handteknir fyrir að bera ólögleg vopn og þar af hnífa, hafnarboltakylfur, táragasbrúsa og einn var tekinn með feitan hamar í beltinu. Pant ekki hitta þann aðila í vondu skapi.

Alls voru vel yfir 300 manns handteknir á hátíðinni vegna brota af ýmsu tagi og finnist einhverjum það stór tala nægir að líta ár til baka til að fá samhengið. Þá fengu 450 manns lögreglufylgd á næstu stöð vegna brota af ýmsu tagi.

Þessi dæmi í hróplegu ósamræmi við meðalfjölda glæpa á öðrum vinsælum hátíðum í borgum Evrópu þó vissulega séu fáar alfarið lausar við skíthæla. Því ágætt að hafa extra feitan vara á sér á Notting Hill þó gleðin eigi að heita í fyrirrúmi 😉