F áir hafa líklega heyrt talað um bæinn Vila Franca do Campo á eynni São Miguel sem er ein af níu eyjum sem saman teljast til Azoreyja. Enn færri heyrt minnst á Ilheu do Vila Franca sem er eyja rétt undan strönd bæjarins. Þar er líklega fallegasta sjósundlaug heims.

Náttúrusmíð eins og þær gerast bestar. Ilheu do Vila Franca. Mynd televisionworld

Náttúrusmíð eins og þær gerast bestar. Ilheu do Vila Franca. Mynd televisionworld

Ilheu do Vila Franca er reyndar ekki eyja í hefðbundnum skilningi heldur gamall hraungígur sem risið hefur nógu hátt upp úr sæ á sínum tíma til að skapa kjöraðstæður fyrir sund og dúllerí. Gígbotninn er nógu djúpur fyrir sund en líka nógu grunnur á stórum kafla til að hér geta krakkar leikið sér án þess að foreldrar þurfi að hafa þungar áhyggjur.

Það einmitt hluti vinsældanna hversu grunnt er til botns hér því sólin sýnir sig reglulega hér um slóðir og yfir sumartímann hitar hún vatnið í gígnum hratt og vel svo þar er enn þægilegra að vera en í sjónum sjálfum sem einnig er 20 gráðu heitur svona heilt yfir hér um slóðir.

Bærinn og gígurinn fallegi. Fimmtán mínútur tekur að sigla yfir í eyjuna. Mynd Anvil

Bærinn og gígurinn fallegi. Fimmtán mínútur tekur að sigla yfir í eyjuna. Mynd Anvil

Gígurinn hefur notið vinsælda meðal eyjaskeggja frá landnámi en eftir að ferðamannastraumur tók að aukast til eyjanna fyrir 20 árum síðan þótti ráð að vernda þessa náttúruperlu. Eyjan er nú á náttúruverndarskrá Portúgal en menn leyfa þó 400 manns að njóta hér lífsins hvern sumardag.

Það er þó ekki svo einfalt að verða sér úti um miða. Þeir fara á sölu eldsnemma dags sumarmánuðina og klárast oftar en ekki laust eftir klukkan átta á morgnana. En þá er enn töluverð bið fyrir þá sem fengið hafa miða því aðeins einn lítill trébátur hefur heimild til að selflytja fólk til og frá. Hver túr getur 30 mínútur til og frá og því ekki gefið að komast út í eyju fyrr en eftir hádegi jafnvel þó fólk hafi miða í hendi.

En það er í þessu eins og svo mörgu öðru að góðir hlutir gerast hægt og þeir sem njóta lífsins dagsstund á Ilheu do Vila Franca munu lengi búa að þeirri lífsreynslu.