Fjölmiðlar landsins birtu í dag fregnir þess efnis að flugfélagið Wow Air hefði fyrsta sinni í síðasta mánuði flutt fleiri farþega til og frá landinu en Icelandair. Af því tilefni sagðist eigandi Wow Air efast um að nokkur hafi átt von á slíkum ofurvexti á rétt rúmlega fimm árum. Sem er tómt rugl. Við hér áttum von á því 🙂

Stórsókn Wow Air fyrirséð? Svo sannarlega 🙂 Skjáskot

Eðlilegt að Skúli Mogensen kjósi að hundsa Fararheill. Það er jú enginn annar miðill sem stendur uppi í hárinu á milljarðamæringnum og full ástæða til.

En hamingjuóskir á karlinn og starfsfólk Wow Air fyrir þennan áfanga. Hreint ekki auðvelt að gera og ekki síst þegar haft er í huga að stjórnendur Icelandair gerðu sitt allra besta til að standa í vegi fyrir Wow Air þegar og áður en fyrstu vélar þess hófu sig til flugs. Það var lengi vel feitt upp í mót fyrir Wow Air bara til að ná fótfestu.

En að halda því fram að ENGINN hafi séð þennan vöxt fyrir…  Skoðum til dæmis greinarstúf okkar hér frá maímánuði 2012 eða tæpum mánuði ÁÐUR en fyrsta vél Wow Air fór í loftið.

Jamm, Nostradamus á ekki breik í okkur hér 😉

PS: En Skúli, hvers vegna talar þú um rúmlega fimm ár? Fyrsta flug Wow Air var í júní 2012. Það er aðeins lengra en fimm ár ekki satt?