Þeir sem til þekkja giska á að allt að 400 Íslendingar fari erlendis ár hvert til lengri eða skemmri dvalar á jógasetrum sem víða finnast. Slík frí eru sérstök og góðar líkur að koma heim úr slíku endurnærð á sál og líkama.

Meirihluti þeirra sem sækja jóganámskeið á Indlandi er fólk frá vesturlöndum sem telur sig missa af einhverju í þeim erli sem finnst víðast hvar.
Meirihluti þeirra sem sækja jóganámskeið á Indlandi er fólk frá vesturlöndum sem telur sig missa af einhverju í þeim erli sem finnst víðast hvar.

Það er í vöggu jóga á Indlandi sem vinsælast er að sækja slík setur sem mörg bjóða námskeið frá einni klukkustund og upp í margra vikna prógramm. Neðangreind fimm jógasetur þykja þau bestu á Indlandi að mati þeirra sem eru djúpt sokknir í fræðin.

Hafa skal í huga að ekki er svo auðvelt að komast að í tíma enda um þá setið. Þá er kostnaður ansi drjúgur per námskeið fyrir utan allan ferðakostnað en margar stærri jógamiðstöðvar eru nokkuð utan alfararleiða. Kostnaðurinn auðvitað ekki einskorðaður við námskeiðsgjald heldur þarf jú mat og gistingu í þokkabót.

Stöku gagnrýnir miðlar bæði á Indlandi og annars staðar hafa talað um að margir þessara gósenstaða jógaiðkenda séu nú lítið eitt nema fjárplógsstarfsemi en það breytir ekki því að samkvæmt einkunnagjöfum notenda á Virtual Tourist eða Tripadvisor fá þessir staðir undantekningarlítið ágætar einkunnir.

  1. Ramamani Iyengar Memorial Yoga Institute

  2. Ashtanga Yoga Research Institute

  3. Krishnamacharya Yoga Mandiram

  4. Sivanand Yoga Vedanta Dhanwantari Ashram

  5. Parmarth Niketan