Á Írlandi hefur pöbbinn verið í hugum margra jafnmikilvæg stofnun og samkomustaður og kaþólska kirkjan. En nú hallar undan fæti.

Klassískur írskur pöbb á undanhaldi og það í heimalandinu. Mynd Andor Kish
Klassískur írskur pöbb á undanhaldi og það í heimalandinu. Mynd Andor Kish

Dagblaðið Irish Times skýrir frá því að írski pöbbinn sé nánast dauðadæmdur og vísa þar til tölfræði hagstofu landsins sem sýnir að einn írskur pöbb er að loka dyrum sínum endanlega á þriggja daga fresti. Alls hafa rúmlega ellefu hundruð írskar knæpur þurft að loka fyrir fullt og allt á síðustu sex árum.

Líkt og gerist hérlendis hafa þær mótbárur heyrst að lokun pöbba sé fyrst og fremst bundin við smærri staði á landsbyggðinni en það stenst ekki nána skoðun. Í Cork og Dublin, stærstu þéttbýlisstöðum landsins, eru hlutfallslega fleiri pöbbar að leggja niður starfsemi en úti á landi. Þá er það víða svo bæði innanbæjar og utan að þeir pöbbar sem eftir lifa hafa aðeins opið þrjá til fjóra daga vikunnar sem einnig er ólíkt því sem áður var þegar opið var alla daga vikunnar.

Blaðið tekur sem dæmi að einungis á síðustu misserum hafa nokkrir af vinsælustu pöbbum Dublin hætt starfsemi. Þar nefndir til sögunnar the Odeon, Crawdaddy, Botanic House, Red Windmill og Pod. Þá hafa í viðbót tvö fyrirtæki sem reki keðjur af börum bæði verið nálægt því að fara í þrot síðustu tvö árin.

Engar færir blaðið til bókar ástæður þess að pöbbar landsins eru að hverfa. Eitthvað tengist þó írska hruninu 2008 en komið hefur fram opinberlega að um og yfir 70 prósent smærri fyrirtækja í landinu voru of skuldsett til að takast á því það hrun.

Það er því kannski ráð að bregða betri fætinum til Dyflinnar og Írlands sem fyrst ætli þyrstir Íslendingar að þjóra mjöðinn á þessum heillandi stöðum sem hefðbundinn gamaldags írskur pöbb er og hefur verið.