Skip to main content

Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að bóka flug með Icelandair. En komi eitthvað upp á fyrir, á meðan eða að flugi loknu tekur flugfélagið sér allt að 30 daga til að aðstoða.

Bjáti eitthvað á í ferð með Icelandair getur biðin verið löng eftir aðstoð.

Bjáti eitthvað á í ferð með Icelandair getur biðin verið löng eftir aðstoð.

Æði skrýtið hvað metvelta, methagnaður og metarður hjá fyrirtækinu virðist lítt skila sér til að aðstoða það fólk sem lendir í vandræðum á ferðum sínum. Sama fólkið og skapar metveltuna, methagnaðinn og metarðinn sem greiddur er út situr á hakanum.

Það eru gömul sannindi að það eru viðbrögð fólks við mótvindi sem skera úr um hvort viðkomandi er maður eða mús enda auðvelt að bera sig vel þegar allt gengur upp. Sama gildir um fyrirtæki sem eru jú rekin af fólki. Og viðbrögð Icelandair minna töluvert meira á mús en mann þessa dagana.

Ágætt að hafa þetta í huga þegar flug erlendis er bókað. Nú er aldrei þessu vant að komast á samkeppni eða samkeppnislíki á fleiri flugleiðum og þar með töldum vestur um haf. Enginn vill bíða heilan mánuð eftir svörum um týnda tösku, breytingar á flugi eða bætur vegna tafa.