Ok, við vitum að fátt er leiðinlegra en langt hangs í troðinni Leifsstöð. En farþegar Icelandair til Köben þennan daginn geta þó huggað sig við að vera orðnir tæplega 50 þúsund krónum ríkari án þess að hreyfa legg né lið.

Alvarlegar tafir eru orðnar næsta algengar hjá Icelandair.

Þeir farþegar þurftu nefninlega að gera sér að góðu að bíða aukalega í rúmlega þrjár stundir í Leifsstöð í viðbót við þá tvo til þrjá tíma sem flestir gefa sér normalt fyrir brottför. Það tími sem ekki kemur aftur á skammri ævi fólks og fáir sem geta dundað sér í fleiri klukkustundir í þeirri flugstöð án þess að fyllast angist og leiða svo ekki sé minnst á að veskið léttist hraðar í Leifsstöð en Usain Bolt hleypur 100 metrana vegna dýrtíðar á veitingastöðum og í verslunum.

Góðu heilli hefur hið „illa“ Evrópusamband sett skýrar reglur um slík tilvik og þar sem vél Icelandair lenti loks í Köben rúmum þremur klukkustundum, nánar tiltekið þremur klukkustundum og 23 mínútum, á eftir áætlun liggur ljóst fyrir að allir sem um borð voru eiga skýran rétt á bótum úr hendi flugfélagsins. Allsæmilegum bótum líka eða tæplega 50 þúsund krónum.

Flugfélagið getur ekki hafnað þeim bótakröfum þó herflokkur lögfræðinga Icelandair reyni slíkt við hvert tækifæri. En bæturnar þarf þó að sækja með bréfi til Samgöngustofu og vera viðbúin því að Icelandair maldi í móinn. Ef töfin er ekki vegna þess að jarðskjálfti klauf allar flugbrautir Keflavíkurvallar má fastsetja að bætur verða greiddar með góðu eða illu. Og nema íslenskir fjölmiðlar séu svo slakir að minnast ekki orði á jarðskjálfta sem setti flug úr skorðum dugar sú afsökun Icelandair ekki.

PS: ef Icelandair er með vesen þegar bætur eru sóttar er ágætt að benda á opinberar tölur frá Leifsstöð:

og opinberar tölur frá Kastrup í Danmörku

Ekki þarf reiknikúnstir til að sjá að vél Icelandair var rúmum þremur klukkustundum á eftir áætlun til Köben. Ergo: bætur 🙂