Velflestir íslenskir „fjölmiðlar” gerðu málinu (fréttatilkynningunni) skil þennan daginn. Icelandair komið með samstarfssamning við flugfélag sem enginn hefur heyrt um.

Forstjóri Icelandair. Með allt niðrum sig fjárhagslega en samt að gera samstarfssamning við alls óþekkt flugfélag…Mynd Icelandair

Við hér kallað eftir haus stjórnar og forsvarsmanna Icelandair um langa hríð enda enginn þar starfi sínu vaxinn. Enn eitt dæmið um það birtist í fjölmiðlum þennan daginn og enginn setti spurningarmerki við eitt né neitt.

Nema við auðvitað 🙂

AirBaltic er allsæmilegt flugfélag sem gerir út frá Ríga í Lettlandi og flýgur til fjölda áfangastaða á Balkanskaga og víðar.

Hvers vegna forsvarsmenn Icelandair eru með samstarfssamning við það ríkisstyrkta flugfélag í forgangi þegar Icelandair sjálft er á milli heims og helju er spurning sem söguspekingar framtíðarinnar verða að svara. Í öllu falli aldeilis FÁRÁNLEG yfirlýsing skömmu eftir að flugþjónar Icelandair felldu kjarasamning sem mögulega gerir að engu öll framtíðarplön flugfélagsins.

Að því sögðu, að því gefnu að stjórnvöld blási lífi í Icelandair þegar að því kemur, er ágætt að vita að við komumst nú til Jerevan í Armeníu, Þessalóníku í Grikklandi og Odessa í Úkraínu, svo fátt sé nefnt, gegnum bókunarvél Icelandair með airBaltic.

Njótum við betri kjara þar en að fljúga til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands eða Litháen og bóka flug þaðan með airBaltic? Ekki svo mikið samkvæmt nettri úttekt Fararheill. Eiginlega ekki neitt.

En gott að vita að forsvarsmenn Icelandair eru að spila á fiðlu á þaki brennandi húss. Þeir eru þá að gera eitthvað…