Leiki vafi á að nýtt fjármagn sé komið í rekstur Icelandair má pakka þeim efasemdum saman. Flugfélagið auglýsir nú sem aldrei fyrr og auglýsir í dag fimm nýja áfangastaði sína á fjórum síðum Morgunblaðsins.

Nema sá er gallinn að ekki er um nýja áfangastaði að ræða heldur gamla áfangastaði klædda í nýjan galla.

Um er að ræða reglulega áætlunarflug til Hamborgar, Washington, Alicante, Billund og Gautaborgar. Vera kann að Billund og Gautaborg séu nýir áfangastaðir en Icelandair hefur áður flogið til Hamborgar og Washington.

Þannig býðst flug aðra leið til Alicante frá 36.900 kr, Gautaborgar frá 19.900 kr, Hamborgar frá 22.900 kr, Billund frá 18.900 kr og til Washington D.C. frá 29.900 kr.

Þetta eru þó gamlar fréttir fyrir ferðafólk því Iceland Express hefur flogið til Billund og Alicante um hríð og Hamborg er á dagskrá þess flugfélags í sumar.

Eina nýjungin hjá Icelandair er þannig Gautaborg og vísast til fagna þessu þúsundir Íslendinga sem þar læra og starfa.

Heimasíða Icelandair hér.