Athygli ritstjórnar hefur verið vakin með nýjum auglýsingum Icelandair en þar eru allmargir nýir áfangastaðir auglýstir af hálfu félagsins. Spennandi staðir eins og San Jose, Las Vegas og Anchorage í Alaska.

Nema hvað Icelandair flýgur alls ekki til þessara áfangastaða. Það gerir hins vegar Alaska Airlines sem Icelandair er í samkrulli við og ekkert nema gott eitt um það að segja.

Öðru máli gegnir um slagorð flugfélagsins íslenska sem vill meina að hugurinn beri mann aðeins hálfa leið. Sé miðað við þessa áfangastaði er það Icelandair sem ber mann aðeins hálfa leið.