Batnandi fólki er best að lifa segir máltækið. Það má heimfæra á flugfélög á borð við Icelandair líka. Flugfélagið auglýsir nú lægstu fargjöld sem Icelandair hefur nokkurn tímann boðið.

Hægt að færa rök fyrir að loks nú sé Icelandair orðið samkeppnisfært við keppinauta hérlendis. Skjáskot

Fram til morguns er Icelandair að bjóða áhugasömum að sjoppa flugmiða til tiltekinna borga Evrópu niður í 8.900 krónur. Vissulega á sardínufarrými og vissulega aðeins tímabundið sértilboð en eftir því sem við komumst næst er þetta sennilega lægsta verð á flugi sem Icelandair hefur nokkru sinni boðið.

Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmur, Berlín, London, Glasgow, Aberdeen og Belfast eru í boði á þessu verði en reyndar sá hængur á að aðeins er hægt að fljúga fram til lok mars til að nýta tilboðið.

Engu að síður bendir þetta til að Icelandair ætli sér stærri hluti á flugmarkaðnum en hingað til hefur verið. Það gengur nefninlega ekki til lengdar að bjóða alltaf 10/11 okurpakkann þegar Krónan, Bónus og Costco bjóða sömu eða betri vöru á miklu lægra verði. Þess vegna gengur 10/11 illa og gengi Icelandair ekki verið upp á marga fiska heldur síðustu misserin. Þú ert annaðhvort með betri vöru/þjónustu og tekur hærra verð út á það eða sömu eða lakari vöru/þjónustu og lækkar verð til jafns við samkeppnisaðila eða deyrð ella. Þetta kallast beisik stöff í viðskiptafræðinni en það tók forsvarsmenn Icelandair ár og daga að kveikja á þessari peru. Fyrir vikið hefur flugfélagið misst það feita einokunarforskot sem flugfélagið naut um áratugaskeið.

En þessi pera er loks kveikt. Það jákvætt í alla staði 🙂

Meira hér.