Skip to main content

Hmmm! Einhver gæti haldið að forstjórar með megalaun fengju þau einmitt sérstaklega fyrir að bretta upp ermar þegar allt er í kalda koli og styrka hönd þarf á stýri. En á því eru undantekningar eins í tilfelli Icelandair.

Húsið brennur en húseigandinn tekur dúllerí framyfir slökkvistörf.

Fleiri þúsund Íslendingar misst starf sitt hjá fyrirtækinu síðustu mánuðina. Blaðafulltrúi þess daglega í fjölmiðlum að skýra frá því að starfsfólk vinni baki brotnu sólarhringum saman til að bjarga félaginu frá hreinu og beinu gjaldþroti. Gjaldþroti sem blasir mögulega við ef ekki tekst að finna kaupendur að 30 milljarða króna hlutabréfum á næstu vikum.

Forstjórinn, Bogi Nils Bogason, virðist ekki láta svoleis smotterí trufla sig. Sá dreif sig úr vinnu í miðri viku og skellti sér til Akureyrar í golf.

Fátt við það að athuga í venjulegu árferði en það nákvæmlega ekkert venjulegt við stöðuna hjá Icelandair. Þvert á móti er allt þar í kalda koli. Húsið að brenna til grunna en stjórinn hunsar það og heldur á golfmót til að freista þess að vinna 50 þúsund króna gjafabréf í Kúnígúnd.

Þarf frekari vitnanna við varðandi nýtt fólk í stjórn Icelandair?