Skip to main content

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur ekki beint staðið vaktina fyrir sitt fólk í miðborginni. Þar búa nú um það bil þrír Íslendingar og 30 þúsund erlendir ferðamenn. Borgarstjóri Palma á Mallorca glímdi við sama vandamál en tók á því eins og maður.

Höfuðborg Mallorca. Frá og með júlí verður bannað að leigja íbúðir í borginni til ferðafólks.

Borgarstjórn hinnar fallegu höfuðborgar Mallorca á Spáni samþykkti í lok síðasta mánaðar að BANNA eigendum íbúða og húsa í borginni að leigja þær út til ferðamanna. Ákvörðunin kemur í kjölfar flóðs kvartanna frá íbúum vegna hávaða og umgengni ferðafólks í íbúðahverfum borgarinnar plús áþreifanlegs skorts á leiguhúsnæði fyrir þá sem búa hér.

Þetta merkir að ef þú átt bókað húsnæði í Palma frá og með júlí næstkomandi gegnum Airbnb eða aðrar slíkar íbúðaleigur, ættir þú að fá endurgreitt hið snarasta. Þú munt í öllu falli ekki getað notað íbúðina því lögregluyfirvöld munu frá 1. júlí fylgjast grannt með að erlendir aðilar séu ekki að nota íbúðir í borginni. Sektirnar vænar líka ef í þig næst.

Mjög til eftirbreytni. Palma og aðrar borgir heims eiga fyrst og fremst að vera fyrir heimafólk en ekki gróðrarstía fyrir íbúðaeigendur. Slíkt hækkar ekki aðeins leiguverð upp í hæstu hæðir heldur og gerir miðborgir fátækari og innantómari en annars. Eða hver vill eyða tíma í erlendri borg og aldrei hitta heimamann?