Enginn vafi leikur á að fregnir um að Samkeppniseftirlitið hafi komist að því að ekkert væri athugavert við samruna Wow Air og Iceland Express hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum enda nánast ekkert fjallað um málið í mörgum stærri fjölmiðlum og hreint alls ekkert af sumum þeim allra stærstu.

Í örstuttu máli komst stofnunin að því að ekkert væri að sameiningu og það ylli afar litlum óþægindum fyrir landann. Því er ritstjórn Fararheill innilega ósammála og við staðhæfum að hvergi á byggðu bóli njóti neytendur góðs af þegar valkostum fækkar.

Sem dæmi skjótum við hér fram nokkrum þeim tilboðum sem í boði voru hjá Iceland Express fyrir ári síðan eða í þann mund sem Wow Air tók til starfa. Svo biðjum við fólk að bera þau tilboð saman við það sem verið er að bjóða í dag og draga sínar eigin ályktanir. Og hafið í huga að engin eru þarna aukalega bókunargjöld og heldur ekki sérstakt farangursgjald.

uni

 

 

uni

 

uni