Kína hefur á örfáum árum orðið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Landið skellti Spáni úr þriðja sætinu yfir vinsælustu áfangastaði heims fyrir þremur árum síðan og hefur haldið því sæti þó enn sé spottakorn í Frakkland og Bandaríkin.

Ekkert að sjá í Kína? Þá fæst full endurgreiðsla kaupi fólk sérstaka tryggingu.
Ekkert að sjá í Kína? Þá fæst full endurgreiðsla kaupi fólk sérstaka tryggingu.

En óvíst er hvort ferðaiðnaðurinn í Kína stækkar mikið umfram það sem orðið er og ástæðan er hin gríðarlega baneitraða loftmengun sem situr eins og mara yfir flestum borgum landsins stóran hluta ársins og fer versnandi ár frá ári. Fjölmiðlar hafa greint frá því að erfitt sé orðið að fá hæft erlent fólk til starfa í Peking og Shanghai sökum ótta fólks við mengun og heilsuspillandi áhrifa og nú er sú hræðsla farin að hafa áhrif á ferðamennsku.

Það er nefninlega svo, hvort sem fólk trúir því eða ekki, að það eru dagar á verstu stöðunum þar sem enginn sér neitt fyrir mengun eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Og þar sem hugmyndin með skoðunarferðum er jú að sjá og skoða hlutina er eðlilegt að fólk sé ósátt við að sjá ekki nokkurn skapaðan hlut.

En Kínverjar eru séðir sem endranær og nokkur þarlend tryggingafélög bjóða ferðamönnum nú sérstakar tryggingar sem við köllum fýluferðstryggingar. Þær tryggingar taka ekki til þess ef ferð fellur niður eða annað bjátar á eins og hefðbundari tryggingar heldur tryggja eingöngu endurgreiðslu ef mengun er það mikil að skoðunarferðir eru ekki mögulegar. Samkvæmt kínverskum miðlum kostar slík trygging um 1.200 krónur eða svo.

Kannski ekki vitlaust fyrir tryggingafélög hérlendis að bjóða Norðurljósatryggingar. Ef ekkert sést færðu túrinn endurgreiddann. Sóknarfæri þar fyrir framsækin fyrirtæki í þeim bransa.