Spurðu heimamenn í Dublin út í bestu ísbúðina í plássinu og 99% þeirra munu gefa þér sama svarið: Murphy´s við Wicklow stræti.

Ísinn sem tekið hefur Írland með trompi. Mynd TravelEnthuast
Ísinn sem tekið hefur Írland með trompi. Mynd TravelEnthuast

Það eru innan við tíu ár síðan tveir Bandaríkjamenn hófu að leika sér að því að framleiða framandi ís með bragðtegundum úr héraði á Írlandi. Nú eru staðir þeirra þrír og ísinn auðvitað sérstaklega landsþekkt fyrirbæri.

Fyrir því eru þrjár ástæður helstar. Þeir selja engan vélaís heldur framleiða sjálfir í höndunum allan ís. Þeir nota eingöngu mjólkurvörur frá tiltekinni kúategund frá Kerry héraði en sú er rjómakenndari en gerist og gengur. Síðast en ekki síst þá fæst ís þeirra með æði merkilegum bragðtegundum.

Þar má til dæmis finna sjávarsaltsís, rifsberjaís, viskíís og í verslun þeirra í Dublin má reglulega finna Guinnessís. Vitaskuld eru hefðbundnar tegundir í boði líka en um að gera að prófa eitthvað nýtt ef þú ert á vappi um þessar slóðir þegar sól sleikir vanga.