Lággjaldaflugfélagið Wow Air er dálítið merkilegt fyrirbæri. Fyrirtækið rammíslenskt og forstjóri þess grætt vel og duglega á að koma með fjármuni erlendis frá inn í íslensk fyrirtæki sín á feitum afslætti. Engu að síður greiðir Wow Air erlendum aðilum fyrir þjónustu sem hefur lengi verið á boðstólnum innanlands.

Berlínarrúntur á Trabant er góð skemmtun en hvers vegna að eyða dýrmætum gjaldeyri til að fjalla um það? Mynd trabi-safari berlin
Berlínarrúntur á Trabant er góð skemmtun en hvers vegna að eyða dýrmætum gjaldeyri til að fjalla um það? Mynd trabi-safari berlin

Dæmi um þetta má finna í nýju tímariti sem Wow Air dreifir í vélum sínum. Þar er að finna stóra grein um hversu sniðugt það sé að keyra um Berlín í gömlum trabant. Sem er vissulega sniðugt eins og Fararheill hefur fyrir löngu greint frá og fjallað um hér og hér svo dæmi séu tekin.

Nei, Wow Air tekur þann pólinn í hæðina að kaupa þjónustu erlenda blaðamanna til að fylla tímarit sitt af greinum. Það sem verra er, þau greiða ekki aðeins fyrir skrifin heldur og aukalega til að þýða greinarnar. Og eins og sjá má á meðfylgjandi dæmum beint upp úr tímariti Wow vantar nokkuð upp á að skrifin séu ljúf og fljóti vel.

„Eicke keyrði með mig í austur hluta borgarinnar. Við keyrðum eftirGendarmenmarkt, Hallartorgi og Alexander-torgi. Við höktum frá Karl-Marx-Allee að hinu nývinsæla Friedrichshain-hverfi, framhjá East Side Gallery og að rauða ráðhúsinu. Þaðan þeystum við að dómkirkjunni og áSafnaeyju (Museum Insel), eftir Ebertstrasse, framhjá minningarmerkinu um gyðingana sem myrtir voru í Evrópu í seinni heimstyrjöldinni“

„Áfram héldum við, í gegnum stjórnarhverfið, framhjá hinni tígullegu Reichstag ogKanslaraembættinu inní Scheunenviertel-hverfið með sína gyllt hvolfþak bænahúss Gyðinga gnæfir við Scheimannstrasse. Hóstandi þeystum við eftirDirkenstrasse og smám saman fikruðum við okkur lengra frá internetkaffihúsum, hátískubúðum og hefðbundnum túristastöðum og iðandi stórborgarlífið vék fyrir gráum blokkum og sönnum Berlínarbúum. Við Heinrich Heinestrasse benti Eicke mér á niðunýdda byggingu sem leit út fyrir að bíða eftir sleggjunni.“

Sennilega hefur verið gripið í þýðingarvél Google til að færa þennan erlenda texta yfir á hið ylhýra. En „niðurnýdda“ er samt forvitnileg nýbreytni í tungumálið.

Burtséð frá tilhneigingum Wow Air að styrkja frekar erlenda aðila en innlenda vantar eitt æði mikilvægt í greinina. Það fyrirtæki sem Wow Air tiltekur í grein sinni býður ekki upp á trabantrúnt á eigin spýtur. Trabi-safari býður einungis áhugasömum að rúnta um í bíl í rassinum á bíl fararstjórans.

Kannski finnst forstjóra Wow Air gaman að hanga aftan í manni og öðrum en það á ekki við um ritstjórn Fararheill. Okkur líst betur á þær tvær trabantleigur í Berlín sem gefa þér færi á að leigja trabant eins og hvern annan bílaleigubíl svo þú getur frjálst um höfuð strokið. Allt annað er bara kommúnismi.