Nafn bæjarins Knokke-Heist er ekki á allra vörum utan Belgíu en meðal þarlendra eru fáir staðir yndislegri heimsóknar.

Borgin Knokke-Heist í Belgíu er óvenju mikil sælkeraborg
Borgin Knokke-Heist í Belgíu er óvenju mikil sælkeraborg

Tvær ástæður sérstaklega koma þar til. Annars vegar er þetta hérað með einhverjar fínustu strendur landsins en aðallega þó vegna þess að á þessum litla bletti í þessu litla landi eru hvorki fleiri né færri en átta veitingastaðir sem allir hafa Michelin stjörnur til síns ágætis.

Sé tekið mið af fólksfjölda í Knokke-Heist, sem tilheyrir Flanders og situr við landamærin að Hollandi, sem var 2012 um 35 þúsund manns eru tólf Michelin stjörnur nánast heimsmet. Hér eru fleiri stjörnuveitingastaðir en í Los Angeles sem telur milljónir íbúa svo dæmi sé tekið.

Þar sem Belgía er lítið land er fljótt komist á milli og því þjóðráð fyrir matarfíkla og sælkera að leggja leið sína hingað einn góðan veðurdag og setjast til borðs á Sel Gris, Cuines33, Danny Horsele, Jardin Tropical, Oui Sluis, Pure C, La Trinité eða De Oosthoek.

One Response to “Hvers vegna þú ættir að heimsækja Knokke-Heist”

  1. Eitthvað það allra skemmtilegasta sem þú gerir í Belgíu - Fararheill,

    […] Þessi leið er afar vinsæl enda gefur hún gestum tækifæri á ódýran hátt til að skoða alla strandbæi Belgíu án þess að blása út nös. Ekki skemmir heldur að hægt er að monta sig af því að hafa ferðast um í þeim sporvagni sem fer lengsta leið allra slíkra vagna í veröldinni. Strandleið vagnanna er alls 68 kílómetrar og mikið lengri er strandlengja Belgíu ekki. Nánar tiltekið fer hver vagn frá bænum De Panne og endar í hinum fræga Knokke-Heist. […]