Það er allt að gerast í Evrópu. Ólíkt innlendum aðilum sem hætta barasta ýmsum ferðum og þjónustu yfir dimmustu mánuðina gera menn erlendis það öðruvísi og bjóða hreint lygileg ferðatilboð yfir lágannatíma.

Ruglverð til Ríga en gegnum London.
Ruglverð til Ríga en gegnum London.

Við vorum að detta um enn einn borgarpakkann frá Bretlandi sem er sannarlega lyginni líkastur. Það er flug til og frá plús þrjár nætur á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Ríga í Lettlandi. Pièce de Résistance í þessum pakka er svo verðið sem reynist vera 15.230 krónur á mann miðað við tvo saman!!!

Það gerir svo mikið sem 5.076 krónur á dag sem sú ferð um Ríga kostar manninn og er sennilega ódýrara en hanga heima á Íslandi

Pakkinn er í boði hjá ferðamiðlinum Travelbird nánast allan janúarmánuð og lungann úr febrúar líka en auðvitað miðast pakkinn við flug frá Gatwick í London.

Þar sem Wow Air er enn að bjóða flug til London og heim á rúmar tuttugu þúsund krónur á mann er hægt að grípa þessa ákveðnu gæs fyrir rúmlega 70 þúsund krónur í heildina. Ýmislegt verra til en það.

Hér má sjá allt um málið en hafðu í huga að þú hefur aðeins nokkrar klukkustundir til að bóka. Skráning er líka nauðsynleg.

Hér er svo vegvísir um Ríga ef þú þarft á að halda.