Siglt fólk þekkir vandamálið. Hvarvetna í heiminum eru nú fleiri ferðamenn að sjá, upplifa og valda vandræðum en nokkru sinni fyrr. Sumir staðir varla þess virði að heimsækja lengur sökum mannmergðar. Prag að sumarlagi einn þeirra.

Klassísk og kostuleg er Prag öllum stundum. En ekki alltaf jafn indælt að heimsækja.

Við hér á klakanum finnum mörg oft og ítrekað fyrir að fjöldi ferðafólks á tilteknum stöðum er kominn langt fram úr því sem gott eða eðlilegt getur talist. Því getur enginn sem heimsækir Þingvelli eða Gullfoss og Geysi að sumarlagi neitað svo fáir staðir séu nefndir.

Heildarfjöldi ferðamanna til Íslands árið 2016 reyndist vera 1,8 milljónir erlendra ferðamanna samkvæmt tölum Ferðamálastofu en það er síðasta árið sem tölur liggja fyrir um. Gefum okkur aðeins að heildarfjöldi erlendra ferðamanna til landsins 2017 hafi verið 2,2 milljónir í heildina. Til alls landsins.

Berum það saman við fjölda ferðamanna sem heimsóttu Prag, höfuðborg Tékklands, árið 2016. Samkvæmt opinberum tölum heimsóttu rúmlega níu milljónir erlendra ferðamanna landið allt það ár. Af þeim sóttu 7,5 milljónir höfuðborgina.

Stór hluti ferðamanna til Prag, eins og til Íslands, sýnir sig yfir sumarmánuðina og eðli máls samkvæmt þar varla þverfótað fyrir fólki í þessari fallegu höfuðborg þann tíma. Eins og frábært meðfylgjandi myndband ber glögglega með sér. Enginn möguleiki á frið og ró í Prag á þeim tíma. En borgin sjálf er auðvitað eins falleg og alltaf.