Skip to main content

Þ að færist í vöxt hérlendis með sívaxandi umferð flugfélaga um Keflavíkurflugvöll að fólki sé neitað um að fljúga þar sem yfirbókað hefur verið í áætlunarflug.

Hvað áttu að gera ef þér er meinað að fara um borð í vél sem þú átt miða með?

Hvað áttu að gera ef þér er meinað að fara um borð í vél sem þú átt miða með?

Íslendingar hafa gegnum tíðina sjaldan þurft að hafa af þessu áhyggjur en yfirbókanir eru mjög algengar erlendis og gæti vel aukist hérlendis með síauknum farþegafjölda.

Yfirbókun merkir að þá veðja flugfélögin á að tiltekinn fjöldi farþega missi af vél sinni eða hætti við flug á síðustu stundu og selja því sæti aukalega. Mæti svo allir í flugið eftir allt saman eiga flugfélögin vanda fyrir höndum.

Fyrir utan þá staðreynd að það er með ólíkindum er að hefð sé fyrir að fyrirtæki geti selt meira af vöru en í boði er hverju sinni er afar misjafnt hvernig flugfélög heimsins greiða úr slíkri flækju.

Reglum samkvæmt komi slíkt upp ber flugþjónum að ganga á alla farþega og forvitnast um hvort einhver kjósi að verða eftir en sé enginn sem sestur er til í það verður sá sem sætislaus er að bíða næstu vélar. Viðkomandi á þá samstundis rétt á endurgreiðslu farmiðans og flug til baka til fyrsta brottfararstaðar ef við á. Sá hinn sami á einnig rétt á þjónustu; mat og gistingu ef svo ber undir og skaðabótum. Skaðabætur fara eftir lengd flugs og töfinni sem farþeginn verður fyrir en eru að lágmarki rúmar tuttugu þúsund krónur.

Betri flugfélög og stærri kæra sig sjaldan um að standa í stappi mánuðum saman eins og oft er raunin hjá smærri flugfélögum og sérstaklega lággjaldaflugfélögum. Einn úr ritstjórn hefur orðið fyrir því að vera beðinn að bíða með flug með Malaysia Airlines frá Kuala Lumpur og því boði tekið vegna þess að tilboðið hljóðaði upp á brottför degi síðar og fyrir viðvikið bauð Malaysia gjafabréf í sárabætur að upphæð tæplega 200 þúsund krónur. Engin var hraðferðin í það skiptið og þar sem flugfélagið greiddi ferð aftur inn í borgina og dvöl á ágætu hóteli viðbótarsólarhringinn var þetta bara fínasta mál.

Þetta er þó undantekning og ekki reglan. Í öllu falli á viðkomandi flugfélag að veita þeim farþega er verður að sitja eftir nákvæmar upplýsingar um rétt hans. Á því eru líka brotalamir og því best að þekkja rétt sinn áður en haldið er út á völl. Og halda nákvæmlega til haga útgjöldum eða öðru því sem síðar er hægt að láta flugfélagið greiða ef svo ber undir.