Ferðamenn til Tælands valsa vart lengi um neina stærri bæi eða borgir þar án þess að rekast á eða heyra nafnið Jim Thompson.

Víða í Tælandi er fínasta silki til sölu fyrir lítið. En ekki fyrr en raunverulegt silki er skoðað áttar fólk sig á að stór munur er á silki og silki. Mynd tvenchus
Víða í Tælandi er fínasta silki til sölu fyrir lítið. En ekki fyrr en raunverulegt silki er skoðað áttar fólk sig á að stór munur er á silki og silki. Mynd tvenchus

Hvaða plebbus er þessi maður er spurt? Svarið er að þessum Bandaríkjamanni, sem látinn er fyrir allnokkru, er þökkuð sú staðreynd að umheimurinn kynntist tælensku silki en í silkiheimum þykir fátt merkilegra. Karlinn er því sem næst þjóðhetja í Tælandi.

Thompson þessi  kom sem sagt tælensku silki á kortið og fullyrða má að Tælendingar séu að mokgræða á því enn þann dag í dag. Sjálfur var hann Bandaríkjamaður sem settist að í Tælandi eftir seinni heimsstyrjöldina og fékk mikinn áhuga á landi og þjóð. Síðar kynntist hann alvöru tælensku silki og var lykilmaður að koma á iðnaði kringum silkið og selja það erlendis. Sjálfur hvarf Thompson sjónum á dularfullan hátt í frumskógum Malasíu árið 1967.

Hægt er skoða heimili hans í Bangkok en séðir ferðamálafrömuðir hafa ennfremur komið þar fyrir silkivinnustofum þar sem myndarlegar stúlkur spinna úr silki alla liðlanga daga. Engar vinnustofur voru hér þegar Thompson var og hét en vélarnar og silkiframleiðsluna er forvitnilegt að vitna. Það er mun flóknara en margur heldur.

Mesta uppgötvun flestra sem þangað koma er þegar samanburður er sýndur á alvöru silki og öllu því gervisilki sem ferðamönnum hvarvetna í Tælandi er sýnt sem alvöru vara. Fínt stopp og reyndar nauðsynlegt ÁÐUR en ferðamenn kaupa sér vörur úr silki sem hvarvetna eru seldar sem ekta vara en reynast svo annað og verra þegar allt kemur til alls.

Fræðast má nánar um safnið og herra Thompson hér. Hér er svo nettur vegvísir um Bangkok sem er hundrað prósent magnað að heimsækja.