Sífellt fleiri Íslendingar vilja til Balí í Indónesíu en merkilega lítið úrval er af skipulögðum ferðum þangað og því margir sem kjósa að gera og græja ferðir sínar þangað sjálfir.

Balí töluvert meira en sólbrenndar strendur og bjór á barnum.

Það eðalhugmynd hafi fólk þor til að reiða sig á sjálft sig hinu megin á hnettinum viku eða tvær. Illu heilli eru of margir sem eru ekki alveg tilbúnir til þess og greiða fyrir vikið offjár þegar loks skipulögð ferð er í boði.

En hvenær er best að heimsækja þessa undursamlegu eyju eða þennan hluta heims þar sem hitastigið alla daga ársins rokkar milli 30 og 35 gráða?

Svarið við því er ekki alveg svo einfalt. Það veltur auðvitað töluvert á hvað hver og einn setur í forgang á ferðum sínum. Viltu sem mestan hita og sól? Viltu ferðast eins ódýrt og hægt er? Viltu til Balí til að snorkla, sleikja sól og þamba margarítur eða langar þig að forvitnast um heimamenn og hagi þeirra svona í og með?

Þótt Balí sé frægust fyrir strendur og strandlíf er hér mikil náttúrufegurð víða

Skemmst er frá að segja að aðal annatíminn á Balí þegar allar helstu strendur eru pakkaðri en sardínur í dós er líkt og í Evrópu í júlí, ágúst og september. Þann tíma er hér einfaldlega of mikið af fólki alls staðar og það líka þýðir að öll þjónusta, gisting, veitingar og túrar kosta mun meira en ella. Stundum vel yfir 50 prósent meira en þess utan. Sömuleiðis er umferðin hér algjör steypa þessa mánuði enda fara flestir þeirra fimm milljóna sem eynna heimsækja dagstúr eða tvo meðan á dvöl stendur. Ergo: langar biðir í allt og allt.

Þrír mánuðir sérstaklega eru kannski ekki súper heppilegir til þvælings á Balí. Desember, janúar, febrúar og fyrri hluti mars geta verið nokkuð blautir enda skúratíminn á þessum slóðum. Október og nóvember heldur ekki lausir við skúrir annars lagið. Hitastigið er heilt yfir hið sama og aðra mánuði en sé ekki um hóp fiðrilda-elskandi náttúrufræðinga á ferð gæti rigning gert ferðina hingað leiðinlegri en ella. Þennan tíma er líka hvassara á eynni en þess utan.

Þurrkatíminn dekkar tímabilið frá apríl og vel fram í september. Það er sérstaklega kringum annatímann yfir hásumarið sem fólk ætti, að okkar viti, að skoða túra. Maí og júní afbragð og apríl og október jafnan mjög fínir líka. Það sökum þess að þó hitastig á Balí sé yfirleitt svipað allt árið þá er rakastig þessa mánuði ekki tryllingslegt, engar hræðilegar raðir inn á vinsæla staði og allra best að verð á gistingu enn töluvert undir því sem gerist yfir hásumarið.

Á móti kemur auðvitað að ef hugmyndin er að djamma og djúsa og skemmta sér út í hið óendanlega er langmesta stuðið einmitt þegar hvað mest af fólki er hér á ferð 😉