Skip to main content

Vigdís Hauks er ekki ein. Tugþúsundir annarra þarna úti þjást af fávisku eða þekkingarleysi í einni mynd eða annarri.

Þú átt ekkert erindi til Balí ef þú veist ekki hvar sú eyja er….

Engar fréttir fyrir hugsandi fólk auðvitað en fyrir þá sem eru efins ættu vinsælustu leitarsetningar varðandi ferðalög á leitarvél Google þetta árið að gefa nokkrar vísbendingar. Kíkjum á þær helstu:

  1. Hvar er Balí?
  2. Hvað er hægt að gera í Las Vegas?
  3. Hvað er hægt að gera í San Francisco?
  4. Hvar er Korfú?
  5. Hvað er hægt að gera í Orlandó?
  6. Hvar er Bora Bora?
  7. Hversu marga millilítra af vökva má taka með í flug?
  8. Hvar er Miklagljúfur?

Hmm. Hvað ættum við að eiginlega að gera í Las Vegas eða í Orlandó? Nú verð ég að setja haus í bleyti í nokkrar vikur. Hef bara alls enga hugmynd…

En í stað þess að hamra á fáviskunni ætlum við að fylla í eyðurnar í þessum tilfellum. Svona ef einhver Íslendingur er að spyrja þess sama.

  1. Balí er ein af 13 þúsund eyjum sem tilheyra Indónesíu og ef þú veist ekki hvar hún er ættir þú að láta Tenerife nægja.
  2. Fjárhættuspil og fylgdarkonur
  3. Allan andskotann
  4. Korfú hefur tilheyrt Grikklandi eins lengi og elstu menn muna
  5. Skemmtigarðar, golf, siglingar og verslun koma upp í hugann
  6. Bora Bora er eyja sem finnst rétt suður af Tahíti í Suður Kyrrahafi
  7. 100 millilítrar sleppa í Evrópu og Bandaríkjum
  8. Miklagljúfur, Grand Canyon, finnst í Arizona í Bandaríkjunum

Vonandi er fólk á klakanum aðeins burðugra í heilaleikfiminni en lesendur Google þetta árið.